Skynsemi??

Samkvæmt rökleysu Gylfa er ekki skynsamlegt að bjarga fólki úr sjávarháska, því slíkt myndi aðeins leiða til þess að einhverjum yrði bjargað sem gætu hugsanlega synt sjálfir til lands.

Það er kannski ljótt að segja það, en mér finnst bara ekkert skynsamlegt við þennan ráðherra, sem virðist vera fremstur meðal jafningja í skósveinagengi AGS hér á landi.

Það er spurning hvort ekki væri skynsamlegast að afskrifa hann og fella niður með öllu. Slíkt myndi leiða til þess að þjóðin losnaði við að þurfa að hlusta á ruglið í manninum. Og vonandi einnig til þess að lækka verulega tölu þeirra þúsunda fjölskyldna sem neyðast til að leita til hjálparstofnanna til að geta brauðfætt sig.

 


mbl.is Almenn afskrift skulda ekki skynsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta eru samskonar rök og þau að það verði að gera eitthvað fyrir það fólk sem skuldar ekkert.

Það er eins og það sé ekki sumum ljóst að þeir sem ekkert skulduðu sluppu einfaldlega við lántökusvikin og forsendubrest þeirra og geta því bara unað glaðir við sitt.

Þeir borga ekkert þótt felldar séu niður skuldir þeirra sem voru upplognar í efnahagsfölsun undanfarinna ára.

Haukur Nikulásson, 12.8.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

Einmitt.

En því miður virðist þetta vera birtingarform jafnaðarmennskunnar eins og hún er praktiseruð af "norrænu velferðarstjórninni".  Einhvers staðar á leiðinni hefur hún lent úti í skurði.  Var okkur ekki kennt að sá sem ætti tvo kirtla ætti að gefa annan þeim sem engan ætti?

Arnmundur Kristinn Jónasson, 12.8.2009 kl. 16:53

3 Smámynd: GH

Ég skulda mest í lífeyrissjóð. Ef skuld mín verður lækkuð sísvona (ég er borgunarmaður fyrir mínum skuldum skal tekið fram) þá væru það lífeyrisþegar -- núverandi og tilvonandi -- sem tækju á sig lækkunina (það hljómar nefnilega eins og lækkun skulda muni ekki kosta neinn neitt, eða sá sem gæfi eftir eigi fjöldann allan af kirtlum). Það myndi koma sér vel fyrir mig í bráð en bitna á foreldrum mínum nú og sjálfum mér í framtíðinni. Svo notuð sé sjávarháskalíkingin, þá var Gylfi að mæla gegn því að við færum upp á dekk á skipum sem eru ekki í neinni hættu og björguðum skipverjum í land um leið og við sigldum með þá sem voru í háska hálfa leið í land og skildu þá þar eftir. Mér þykir skynsamlegra að fara hans leið, þ.e. að bjarga þeim sem eru í hættu en lofa hinum (mér þar með töldum) að sigla sinn sjó.

GH, 12.8.2009 kl. 17:52

4 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

Sæll GH!

Mér finnst nú alltaf viðkunnanlegra að vita við hvern maður er að spjalla.  Því miður hefur bloggurum stórfjölgað að undanförnu, sem leggjast svo lágt að belgja sig hérna án þess að þora að koma fram undir nafni.  Áberandi eru nýbloggarar af þessari tegund sem reyna á skipulagðan hátt að bera í bætifláka fyrir gerðir og aðgerðarleysi núverandi valdhafa. Ef þú vilt ekki láta skipa þér í flokk með hinum í varðhundahjöðinni bið ég þig vinsamlegast um að koma framvegis fram undir nafni.

Þar sem þú virðist vera einn af örfáum einstaklingum sem veit upp á hár hvað háttvirtur viðskiptaráðherra er að fara hverju sinni, ættir þú að bjóða þig fram sem sérlegur upplýsingafulltrúi hans.  Ekki veitti af.

En aftur að sjávarháskanum.  Ég veit ekki betur en það sé skoðun GM að þeir sem fara í sjóinn geti sjálfum sér um kennt.  Þeim hefði verið nær að halda sig í landi.  Og því þurfi ekkert að gera fyrr en sjór er kominn í lungun. Þá megi athuga hvort lífgunartilraunir komi að gagni.

Arnmundur Kristinn Jónasson, 12.8.2009 kl. 18:44

5 Smámynd: GH

Ekki hef ég hugmynd hver þú ert og enga vissu um að þú sért sá sem þú segist vera, enda er vist bloggið víst f.o.f. samræður út í loftið milli fólks sem þekkir ekki hvort annað og þannig mun það verða. Ekki dettur mér heldur í hug að ég viti upp á hár hvað hæstvirtur ráðherra vill hverju sinni, og enn síður tel ég að fólk geti allt sjálfum sér um kennt sem lent hefur í vandræðum -- þótt vissulega eigi það við um marga. Staðreyndir er bara sú að hugmyndir um flatan niðurskurð á skuldum er þvílík endaleysa að hún getur ekki verið sett fram nema í gríni -- eða til að leika hina sælu einfelndinga. Annars vegar bjargar hún alls ekki nema hluta þeirra sem lenda í vandræðum (þ.e. þeim sem dugir að fá takmarkaða lækkun skulda) og hins vegar hjálpar hún þeim sem geta fullvel hjálpað sér sjálfir (og ég tel mig til þess hóps). En um leið og þú flækir þig í því að þú þekkir mig ekki sleppir þú algerlega að svara því sem ég sagði - sem er auðvitað þinn réttur. Ég spurði nefnilega að því hvaða réttlæti væri í því fyrir mína lánadrottna (þ.e lífeyrisþega) að þeirra eignir skertust með lækkun lána til mín, sem ég tók með fullu viti og ráði, og í þeirri vissu að verðbólgan á Íslandi gæti farið úr böndum og lánin til mín þar með hækkað. Ég hef vissulega  minna á milli handanna nú en fyrr en líð engan skort, og sama á við um helftina af íslensku þjóðinni. Mér dettur ekki í hug að kvarta og neita því að nota neyð fárra til að krefjast þess að mér sé "bjargað" á kostnað þeirra sem virkilega þurfa á sínum lífeyri að halda. Það þætti mér ekki heldur einkennilegt réttlæti, og sannarlega ekki kristilegt hugarfar, enda snýst þetta ekki um það heldur það að stjórnmálamenn eru tilbúnir til að spila á reiði fólks til að afla sér og sínum fylgis og sumir eru tilbúnir að bíta á agnið.

GH, 12.8.2009 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband