7.8.2009 | 02:50
Flokkseigendaklíka?
Ég var svo vitlaus að halda að Borgarahreyfingin hefði boðið sig fram í kosningunum vegna þess að hún ætlaði að vera framlengdur armur þjóðarinnar inn á þing. Í kosningarbaráttunni var þessu allaveganna þráfaldlega haldið á lofti af frambjóðendum. Sem átti að skýra hvers vegna þeir vildu ekki taka persónulega afstöðu til ýmissa mála, þeir væru jú fulltrúar fólksins og ætluðu að taka púlsinn hverju sinni í þeim málum sem upp kæmu. Þetta var nýr tónn, ólíkur þeirra flokka, sem gagnrýnislaust láta flokkseigendaklíkurnar ráða för. Út á þennan nýja tón er ég viss um að Borgarahreyfingin hafi fengið stóran hluta þeirra atkvæða sem hann fékk. Hafi ESB verið aðalmálið, þá fór það allaveganna fram hjá mér, enda höfðu þeir sem ekkert sjá nema ESB miklu vænlegri valkosti.
Nú kemur svo hinn blákaldi sannleikur í ljós. Á bakvið tjöldin virðist leynast flokkseigendaklíka, sem vill stjórna þingmönnum eins og strengjabrúðum. Ekkert skárra en hjá hinum flokkunum.
Þetta er að breytast í lélegan farsa, þar sem handritasmiður hefur farið langt framúr sér og misskilið hlutverk sitt hrapalega.
Megi Borgarahreyfingunni takast að starfa áfram, án yfirgangs fámennrar flokkseigendaklíku. Vonandi er byltingin ekki þegar farin að éta börn sín.
"Meet the new Boss, the same as the old Boss!"
Við látum ekki plata okkur aftur!
Stjórn vill varamenn á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Arnmundur, fólkið sem þú kýst að kalla "flokkseigendaklíku" er einungis mis aðsópsmiklir félagmenn sem vilja láta standa við gefin fyrirheit. Þingmennirnir 3 gripu til vafasamra þvingunarúrræða til að hafa áhrif á Icesave. Þetta gerðu þau án þess að ráðfæra sig við einn eða neinn innan hreyfingarinnar né útskýra fyrir fólki hvað til stóð og hvers vegna.
Sigurður Hrellir, 7.8.2009 kl. 09:55
Takk fyrir upplýsingarnar, Sigurður. Ég hef þá misskilið þetta allt saman. Ég var svo vitlaus að halda að fjórmenningarnir hefðu verið kosnir inn á þing til að taka stöðu með almenningi í landinu. En auðvitað var það of gott til að geta verið satt.
Ég hef nú samt grun um að stór hluti kjósenda BH hefði setið heima hefði það legið skýrt fyrir að markmið þingmanna BH væri að fara með bundnar hendur inn á þing til þess eins að standa við fyrirheit gefnum 30 manna hópi mis aðsópsmikilla spámanna sem höfðu séð ljósið í ESB umsókn.
En hvað ég get verið heimskur! Sorrý.
Arnmundur Kristinn Jónasson, 7.8.2009 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.