Aumingjaskapur.

Hver tekur eiginlega svona ákvarðanir? Við þekkjum nöfnin á útrásarvíkingunum, en það eru greinilega fleiri aumingjar í umferð sem sennilega skýla sér á bak við skriffinnskufárið.  Það væri fróðlegt að vita hverjir taka svona ákvarðanir.

Ef landslög banna að hjónakornin komi til landsins og sameinist fjölskyldu sinni, þá eru það vond lög, sem þarf að breyta hið snarasta.  Lögin eiga að þjóna fólkinu á réttlátan hátt, en því miður er það oft þannig að vond lög koma í veg fyrir að réttlæti nái fram að ganga.

Ég skora á ríkisstjórnina að grípa inní. Það getur varla skaðað ESB-umsóknina og myndi jafnframt bæta ímynd okkar út á við.  Upplagt fyrir Össur að skora eina þriggja stiga körfu.  Ekki veitir af!


mbl.is Móðirin á Skaga, dóttirin í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Hvað með lög sem banna það að Ísland taki inn flóttamenn og hælisleitendur þá mun svona "vandamál" aldrei skapast aftur, svo er líka góð hugmynd að senda móðirna aftur til Iraqs

Alexander Kristófer Gústafsson, 29.7.2009 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband