Færsluflokkur: Bloggar

Nennir ríkisstjórnin?

Ríkisstjórnin nennir varla að standa í því að bjarga þessum listaverkum.  Ætli örlög þeirra verði því ekki svipuð örlögum heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Færð erlendum bönkum á silfurfati.  Það væri upplagt að nota einhvern sendiherrann í gjörninginn.

Allt fyrir vinnufriðinn.  Það er fullt starf að troða okkur inn í ESB og kokgleypa ICESAVE klúðrið.  Ekki hægt að eyða tíma eða kröftum í annað.  Enda óþarfi, þar sem norræna velferðarbrúin bjargar  restinni.


mbl.is Listaverkin gerð upp með bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æfing?

Það virðist deginum ljósara að Ögmundur virðist ekki par hrifinn af ICESAVE samkomulaginu, en svo er það allt annað mál hvar atkvæði hans lendir þegar til kastanna kemur.

Vona bara að hann sé ekki að leita í smiðju Svanhvítar flokkssystur sinnar og farinn að æfa svipað sirkusatriði og hún bauð upp á þegar hún steig í pontu í trúðalíki í ESB kosningunni.


mbl.is Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterkur efnahagsreikningur.

Getur einhhver frætt mig um það hversu stór hluti skulda heimilanna og fyrirtækjanna eru af "sterkum" efnahagsreikningi bankanna?
mbl.is Einbeiti sér að uppbyggingu heimafyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spámaður.

Nú er Jóhanna spámaður kominn í góðan félagskap. Umlukin trúföstum fylgismönnum sem eru tilbúnir að láta allt yfir sig ganga. Allt fyrir trúna á hinn eina rétta málstað.  Nú þurfa danskir að vara sig.
mbl.is Jóhanna dregur Ísland í átt að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var og.

Er ekki Skallagrímur nýbúinn að lýsa því yfir að hann sjái ekkert samhengi á milli Icesave og ESB.

Þarf ekki að útvega blessuðum manninum gleraugu?  Það þarf allaveganna að leiðrétta sjónskekkjuna.


mbl.is Þrýst á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

270 milljarðar.

270 milljarðar.  Það er gjaldið sem ríkisstjórnin reiðir af hendi til að svíkja skuldsettar fjölskyldur og fyrirtæki í hendur erlendra afla sem eru á góðri leið að leggja undir sig landið og gæði þess.  Með dyggri aðstoð svikaafla, sem virðast hafa það eitt að leiðarljósi að koma þjóðinni og auðlindum hennar undir erlend yfirráð.

 geta Jóhanna og Steingrímur þvegið hendur sínar, örlög heimilanna og fyrirtækjanna í landinu hvíla ekki lengur á herðum þeirra.  Þau þurfra aldrei að takast á við vandann.  Keflið er komið í hendur bankanna, sem ótrauðir geta haldið áfram að soga til sín eignir landsmanna og fyrirtækin. Eini munurinn er að nú verður þjófnaðinum stýrt erlendis frá og því þarf ekkert að hafa uppi á borðum lengur.

En það er sennilega fyrir mestu að nú fær stjórnin loks vinnufrið.  Hún er búin að blása skjaldborgina um koll og getur nú einbeitt sér að helstu hugðarefnum sínum, að sólunda því litla sem eftir er í ICESAVE og með stolti að troða okkur í ESB með öllum tiltækum ráðum. Gangi þeim vel.  


mbl.is Í faðm erlendra bankarisa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var lagið!

Drengskaparbragð að þvo hendur sínar af úræðaleysi stjórnvalda og varpa ábyrgðinni yfir á bankana.

Það er deginum ljósara að það stóð aldrei til að ríkisstjórnin ætlaði að koma skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til bjargar, heldur skilja þær eftir í efnahagsreikningum bankanna.  Svo þegar bankarnir verða seldir getur ríkisstjórn skjaldborgar og norrænnar velferðar andað léttar, enda lítið hægt að aðhafst úr því.

Eða er líklegt að bandarískir vogunarsjóðir, sem brátt verða stærstu eigendur bankanna, hafi áhuga á að koma fólki og fyrirtækjum til  hjálpar?  Varla. 


mbl.is Aukið svigrúm til afskrifta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessaður karlanginn!

Ætli hann geri sér grein fyrir því að það er almennt mat manna að heildartjónið við gjaldþrot heimilanna í landinu verði miklu stærri upphæð en sú sem bankar og ríki aðstoða þau með!?

Ja, mér er bara spurn! 


mbl.is Hefðu ekki getað tekið við viðskiptavinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri....

Hvernig er það? Eru skuldir heimilanna og fyrirtækjanna ekki hluti af lánasafni bankanna? Ef svo er væri þá ekki upplagt fyrir ríkistjórnina að losa sig við rausið og vælið í óráðsíulántakendum í eitt skipti fyrir öll? Selja hreinlega skuldirnar úr landi með bönkunum. Gott væri að fá hressilegt verðbólguskot og gengisdýfu áður, svona rétt til að hámarka verðmætið. Nú svo má náttúrulega hækka vísitölunna enn frekar með réttum aðgerðum og álögum. Það eru óteljandi möguleikar í boði.

Þá fengi stjórnin loksins vinnufrið og gæti snúið sér að þarfari verkefnum eins og að standa vörð um listamannalaun og styrkja aðra verðmætaskapandi starfsemi í landinu.  Nú svo þarf nauðsynlega að leiðrétta enn frekar ofurgreiðslunar til öryrkja og aldraðra sem eru náttúrulega löngu komnar fram úr öllu velsæmi. 

Brýnt væri einnig fá einhverja til að rífa skjaldborgina góðu. Hún er búin að reynast frábærilega, en verður auðvitað óþörf með öllu þegar búið verður að koma bönkunum og skuldunum í öruggar hendur. Það hlýtur að vera hægt að finna einhvern góðan gröfumann með reynslu.

Og þá fyrst fengi "norræna velferðarsamfélagið" loksin að njóta sín.  Ég get varla beðið! 


mbl.is Erlendir bankar sýna Íslandi áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nærri 30 þúsund eftir ár!

  • Á bak við hvern einstakling geta leynst fleiri en einn, td. maki og/eða börn. Mér skilst að makar fari ekki báðir á vanskilaskrá nema að annar sé skráður greiðandi skuldar og hinn ábyrgðarmaður.  Það er því erfitt að meta hversu marga einstaklinga um er að ræða í heildina, en við skulum gefa okkur að 1-1,5 standi á bak við hvern.  Það lætur því nærri að eftir ár munu 60.000 - 75.000 einstaklingar tengjast svarta listanum, beint eða óbeint, eða allt að 5. hver Íslendingur! Hvað ætli þeir verði svo margir til viðbótar sem verða komnir í veruleg vandræði án þess þó að lenda á vanskilaskránni - amk. í bili?
  • Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að hér sé dregin upp nokkuð sönn mynd af ástandinu í landinu. Mun sannari en sú sem birtist í upplýsingunum sem Seðlabankinn fóðrar ríkisstjórnina á.  Því miður.

mbl.is Nærri 19 þúsund á vanskilaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband